Skallagrímskonur mæta ÍR í átta liða úrslitum bikarsins. Ljósm. Skallagrímur.

Skallagrímskonur mæta ÍR í bikarnum

Dregið var í átta liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfuknattleik í hádeginu í gær. Leikið verður í átta liða úrslitum dagana 19. og 20. janúar næstkomandi. Sigurvegarar þessara leikja komast í fjögurra liða úrslit sem fara fram í Laugardalshöll dagana 13. og 14. febrúar næstkomandi.

Skallagrímskonur voru einar eftir í pottinum af Vesturlandsliðunum. Munu þær mæta ÍR á útivelli í átta liða úrslitum. Keflavík tekur á móti KR, Valur fær Breiðablik í heimsókn og Haukar taka á móti Grindavík.

Í átta liða úrslitum karla fær Fjölnir lið Keflavíkur í heimsókn, Sindri tekur á móti Grindavík, Stjarnan fær Val í heimsókn og Tindastóll tekur á móti Þór Ak.

Líkar þetta

Fleiri fréttir