Hólmarar tendruðu ljósin á jólatrénu frá Drammen síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. sá.

Síðasta jólatréð frá Drammen

Víða um landshlutann voru jólaljós tendruð á jólatrjám fyrstu vikuna í aðventu. Hólmarar söfnuðust saman og kveiktu ljósin á trénu frá Drammen í Hólmagarði síðasta miðvikudag. Veðrið var með besta móti og margt um manninn. Tónmenntanemar Grunnskólans í Stykkishólmi sungu jólalög, kvenfélagskonur seldu heitt súkkulaði og smákökur, jólasveinarnir kíktu í heimsókn og gáfu börnunum mandaríur og að sjálfsögðu var stiginn dans í kringum jólatréð.

Um árabil hafa Hólmarar fengið jólatré að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Í ávarpi bæjarstjóra þegar ljósin voru tendruð kom fram að tréð í ár væri það síðasta. Drammen mun líklegast sameinast öðru sveitarfélagi á næstu misserum og óljóst hvað verður um formlegan vinskap bæjanna. Í ljósi þess samþykkti bæjarráð Stykkishólms fyrir skemmstu að þetta yrði síðasta jólatréð sem bæjaryfirvöld þiggja að gjöf frá Norðmönnum. Bæjarstjóri tók þó fram að hefðir Hólmara lifðu áfram og að áfram yrðu tendruð ljós á jólatrjám í bænum þó þau væru ekki fengin frá Noregi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira