Elín Carstensdóttir er fædd og uppalin á Akranesi en býr í dag í Sílikondalnum þar sem hún gegnir stöðu lektors í UC Santa Cruz í Kaliforníu. Ljósm. aðsend.

Rannsakar sögutækni og tölvuleikjaþróun í Sílikondal

Elín Carstensdóttir tók nýlega við starfi lektors í UC Santa Cruz í Kaliforníu

 

 

Elín Carstensdóttir ólst upp á Akranesi  Hún gekk í Brekkubæjarskóla og síðan Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut. Eftir það lá leiðin í Háskóla Reykjavíkur þar sem Elín lærði tölvunarfræði og útskrifaðist með BS gráðu vorið 2013. Leiðin lá því næst til Bandaríkjanna þar sem henni var boðið í masters- og doktorsnám í tölvunarfræði við Northeastern University í Boston á fullum styrk og með niðurfelld skólagjöld. Það var tilboð sem ekki var hægt að hafna og þar hefur hún verið í doktorsnámi undanfarin ár. Í maí á þessu ári var hún síðan ráðin sem lektor (e. assistant professor) í UC Santa Cruz í Kaliforníu. Skessuhorn heyrði í Elínu og ræddi við hana um lífið í Bandaríkjunum.

Elín er dóttir Bryndísar Bragadóttur og Carstens Kristinssonar. Hún er alin upp á miklu listaheimili á Akranesi, og lærði að spila að bæði píanó og harmonikku. Hún æfði sund í mörg ár, synti fyrir ÍA og hafði mjög gaman af því. Eftir fjölbrautaskóla ákvað hún að setja meiri einbeitingu í námið og hætti í tónlistarnáminu. Áður hafði sundið verið lagt til hliðar. „Ég var  alltaf að lesa og alltaf á bókasafninu,“ segir Elín.

 

Áhugi á gervigreind

„Eins fyndið og það er þá hafði ég alltaf meiri áhuga á bókmenntum og heimspeki en raungreinum. En ég hafði líka mikinn áhuga á gervigreind sem er ástæðan fyrir að ég fór í tölvunarfræði, mig langaði að læra meira um það. Ég var mátulega áhugasöm um forritun og tæknilega hluta námsins en fannst mikilvægt að læra það líka svo ég gæti lært meira um gervigreind og skilið hana betur,“ segir Elín.

Hún segist í raun hafa fundið fleiri heimspekileg og breiðari sjónarhorn á tölvunarfræðina í náminu í HR og það vakti áhuga hennar á frekara námi. „Það eru miklir möguleikar á því að skoða nýjar hliðar á alls konar fræðigreinum og listformum í gegnum gervigreind, sem hefur ekki verið mikið skoðað hingað til. Gagnvirkar sögur eru bara eitt dæmi. Mig langaði frekar að fara á ókannaðar slóðir heldur en að fara til dæmis í nám í bókmenntum til að skoða aftur kannaðar slóðir,“ útskýrir Elín.

Nánar er rætt við Elínu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir