Ljósm. úr safni/ glh.

Margir á netinu í óveðrinu

Gagnaumferð um ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur var rúmum fjórðungi meiri en venjulega í óveðrinu á þriðjudagskvöld. Náði umferðin hámarki kl. 21:25. Þá var straumur gagna um ljósleiðarann 26,1% meiri en á sama tíma en tæpri viku fyrr, miðvikudagskvöldið 3. desember og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá veitum.

„Ljósleiðarinn nær til um 100.000 heimila og á umferðartölum um netið í gær sést að fólk var fyrr komið heim og byrjað að nýta nettengingu heimilisins fyrir símana sína, sjónvarpið eða tölvuna. Fólk virðist hafa sótt sér fréttir af framvindu mála í gríð og erg strax eftir að heim var komið því um þrjúleytið var umferðin eins og gjarna sést undir kvöldmat á virkum dögum. Þetta hélt áfram og náði gagnaumferðin hámarki rétt fyrir klukkan hálftíu,“ segir í tilkynningunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira