Sólveig Ásgeirsdóttir og Bogi Thorarensen Bragason, eiginmaður hennar, fyrir miðju, ásamt stjórnarmönnum Hollvinasamtaka Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi, þeim Agnari Jónasson (t.v.) og Dagbjörtu Hrafnkelsdóttur (t.h.). Sólveig lætur ágóðann af sölu bókarinnar renna til hollvinasamtakanna. Ljósm. Kristín Hannesdóttir.

Bláa ský er fyrsta bók Sólveigar Ásgeirsdóttur

Gefur hollvinasamtökum allan ágóðann af sölunni

Sólveig Ásgeirsdóttir í Stykkishólmi sendi í lok nóvember frá sér sína fyrstu bók. Ber hún heitið Bláa ský og er safn prósaljóða og smásagna sem Sólveig hefur skrifað í áranna rás. „Ég hef lengi verið að skrifa en hingað til hefur það lent ofan í skúffu, eins og hjá mörgum,“ segir Sólveig létt í bragði í samtali við Skessuhorn. „Síðan gerðist það að ein góð vinkona mín, Hanna Jónsdóttir, hvatti mig til að sækja um styrk hjá lista- og menningarsjóði Stykkishólmsbæjar. Ég gerði það, fékk styrk um síðustu áramót og þá bara bretti ég upp ermarnar. Ég átti fullt af efni, en þurfti auðvitað að fara yfir það allt og fínpússa og svona,“ segir hún.

 

Peningarnir gagnist íbúunum

Ekki nóg með að Sólveig hafi aldrei gefið út bók áður, heldur lætur hún allan ágóðann af sölu hennar renna til góðs málefnis. „Allur ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til Hollvinasamtaka Dvalarheimlis aldraðra hér í Stykkishólmi. Ég vann þar í mörg ár og vil með þessu þakka fyrir mig og láta gott af mér leiða,“ segir hún.

Agnar Jónasson, formaður Hollvinasamtaka Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi, vill koma á framfæri þakklæti fyrir gjöfina frá samtökunum. „Þetta er frábær gjöf og við hjá samtökunum erum innilega þakklát fyrir hana og fyrir það hvað fólk hugsar vel til okkar,“ segir Agnar í samtali við Skessuhorn.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir