Frá jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla á föstudaginn. Ljósm. Hjörvar Gunnarsson.

Jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla

Löng hefð er fyrir því að nemendur í Brekkubæjarskóla á Akranesi haldi nokkrar morgunstundir á hverju skólaári og þar af er ein jólamorgunstund sem haldin var síðastliðinn föstudagsmorgun. „Líkt og venjulega sáu nemendur um öll skemmtiatriði og þau léku undir öllum söng,“ segir Hjörvar Gunnarsson, kennari í Brekkubæjarskóla.

Að þessu sinni voru það nemendur í fyrsta, sjöunda og áttunda bekk sem fluttu atriði fyrir foreldra og aðra gesti sem komu til að njóta stundarinnar með nemendum. Auk þess sem húsbandið, skipað nemendum af unglingastigi, lék undir hópsöng. „Fyrsti bekkur söng Jólasveinninn kemur í kvöld, sjöundi bekkur söng Enn jólin og áttundi bekkur söng Ég hlakka svo til. Auk þess söng kór Brekkubæjarskóla lagið Dansaðu vindur. Það voru þær Heiðrún Hámundardóttir og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir sem sáu um stjórn húsbands og kórs og höfðu umsjón með æfingum,“ segir Hjörvar og bætir því við að nemendur hafi einnig fengið afhentar viðurkenningar fyrir að iðka góðar dygðir á árinu. „Hefð er fyrir því að nemendur og starfsfólk endi á dansi og engin breyting var á því. Í lok Morgunstundar tóku allir upp hald og dönsuðu enskan vals,“ segir Hjörvar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira