Lyfti sér upp um 30 sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir lék þriðja hringinn á Magical Kenya Ladies Open mótinu á Evrópumótaröð kvenna í dag. Fyrir hringinn var hún á sex höggum yfir pari og sat í 57. mótsins. Hún lék afar vel í dag, fór þriðja hringinn á þremur undir pari og lyfti sér upp um hvorki fleiri né færri en 30 sæti.

Hún lék fyrri níu holurnar á einu yfir pari en var í miklu stuði á seinni níu, þar sem hún nældi sér í fimm fugla en einn skolla og endaði á 69 höggum eða þremur undir pari. Með þessum góða hring lyfti hún sér upp í 27. sæti úr því 57. fyrir lokahringinn sem fram fer á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir