Fjórmenningarnir ásamt Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara meistaraflokks karla. Ljósm. KFÍA.

ÍA semur við fjóra unga leikmenn

Nýverið skrifuðu fjórir ungir knattspyrnumenn undir samning við ÍA. Þetta eru þeir Brynjar Snær Pálsson, Gísli Laxdal Unnarsson, Marteinn Theodórsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson. Sömdu þeir allir við ÍA til ársins 2021.

Hafa þeir allir verið lykilmenn í 2. flokks liði ÍA/Kára/Skallagríms, sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum undanfarin tvö keppnistímabil.

Brynjar Snær hefur leikið 27 leiki með meistaraflokkum ÍA, Kára og Skallagríms, þar af einn í Pepsi Max deildinni og 14. með Kára í 2. deild.

Gísli Laxdal er fæddur árið 2001 og hefur leikið tvo leiki með Kára í 2. deild og sömuleiðis þrjá leiki með Skallagrími í 3. deild.

Marteinn er fæddur árið 2001 og hefur leikið tvo leiki með Kára í 2. deild og 23 með Skallagrími í 3. og 4. deild.

Sigurður Hrannar er fæddur árið 2000 og hefur leikið tíu leiki með meistaraflokki ÍA, þar af einn í efstu deild og sjö leiki með Kára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir