Hlédís Sveinsdóttir mælir af munni fram.

Útvarp Akranes ómar um helgina

Árvissar útsendingar Útvarps Akraness hófust kl. 13:00 í dag og standa yfir þar til síðdegis á sunnudag. Sem fyrr er það Sundfélag Akraness sem á veg og vanda að útvarpsútsendingum fyrstu helgina í aðventu.

Eins og síðustu ár voru það Hlédís Sveinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson sem riðu á vaðið með fyrsta þáttinn, þar sem hitt og þetta var til umræðu auk þess sem þau fengu til sín góða gesti. Dagskráin er fjölbreytt að vanda og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem er tónlist, spjallþættir, listaþættir, jólaþættir, þættir um samfélagsleg málefni eða hvers kyns afþreying.

Áhugasmir hlýtt á útsendingarnar á tíðninni FM 95,0 og hlustað og horft á beina útsendingu á netinu í gegnum slóð á Facebook-síðu Útvarps Akraness, eða með því að smella hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir