Reykt hreindýrabjúgu voru meðal kræsinga á boðstólunum. Ljósm. mm.

Rammíslensk bjúgnahátíð í Langaholti

Þjóðlegur matur samhliða íslenskri gestrisni er blanda sem sjaldan svíkur. Á því var engin undantekning síðastliðið laugardagskvöld þegar árleg bjúgnaveisla var haldin í Langaholti í Staðarsveit. Þemað var bjúgu í sinni víðustu mynd, sem matreidd voru á fjölbreyttan veg.

Óskar veitingamaður, Keli vert, Rúna, Sunna Dögg og þeirra starfsfólk höfðu lagt sig í líma við að útbúa veisluborð af „dýrari gerðinni“. Þar mátt fá allt frá soðnum hrossa- og sveitabjúgum til mareneraðra veislurétta, pizzur með slátri og bjúgum, hreindýrabjúgu og allskyns meðlæti. Í eftirrétt var svo atriði út af fyrir sig þegar Siggi Dalamaður kynnti í fyrsta skipti á heimsvísu tvo nýja Royal búðinga; með mokkabragði og saltkaramellum.

Fullt hús var á samkomunni og skemmtu gestir sér vel. Keli tók lagið og spjallaði við gesti ásamt vini sínum Guðna Má Henningssyni fyrrum útvarpsmanni.

Fleiri myndir frá bjúgnahátíðinni í Langaholti má sjá í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir