Alexandrea Rán lauk keppnisárinu með nýju Íslandsmeti

Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir setti enn eitt Íslandsmetið í bekkpressu á KRAFT ÍM ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum á Akureyri 16. nóvember síðastliðinn. Alexandrea setti sitt fyrsta met í bekkpressu í október á síðasta ári þegar hún lyfti 62,5 kg í -57 kg flokki junion kvenna. Núna gerði hún sér lítið fyrir og lyfti 82,5 kg og hefur því bætt metið um 20 kg á rétt rúmlega ári. Árið hefur verið gott hjá Alexandreu sem kom heim með brons af Heimsmeistaramótinu í Japan í vor og silfur af Norðurlandamótinu í Danmörku í haust.

Líkar þetta

Fleiri fréttir