Á leið á Norðurlandamót í sundi

Brynhildur Traustadóttir sundkona úr ÍA er í landsliðshópi Sundsambands Íslands sem keppir á Norðurlandameistaramóti í sundi sem haldið verður í Færeyjum um helgina. Á mótinu synda um 210 keppendur frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Þar af eru 25 keppendur frá Íslandi. Brynhildur hefur æft mjög vel í haust og á mótinu keppir hún í 200, 400 og 800m skriðsundi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir