Þrjú efstu pör á mótinu. Ljósm. se.

Logi og Heiðar sigurvegarar BB

Aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk síðastliðið mánudagskvöld. Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson leiddu mótið allan tímann og luku keppni með 62,6% skori. Anna Heiða Baldursdóttir og Ingimundur Jónsson komu næst þeim með 59,3% skor og þriðju urðu Rúnar Ragnarsson og Guðjón Karlsson með 56,4%. Við verðlaunaafhendingu kom fram að Baldur í Múlakoti ætti að fá sérstök uppeldisverðlaun enda á hann börn í tveimur efstu sætum á mótinu. Sjálfur lét hann níunda sæti duga ásamt Jóni makker sínum.

Næstu þrjú mánudagskvöld verða leiknir stakir tvímenningar en föstudaginn 13. desember verður jólasveinatvímenningur félagsins haldinn. Þá verður að vanda dregið saman í pör og andinn léttur sem ávalt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir