Víkingur Ó byrjar vel í Futsal

Íslandsmótið í innanhússfótbolta, eða Futsal, hófst um síðustu helgi. Víkingur í Ólafsvík tekur þátt í Futsalinu eins og áður og spilar liðið að þessu sinni í D-riðli ásamt Kríunni og Elliða en Björnin dró sig úr keppni. Fór þessi fyrri umferð riðilsins fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar sunnudaginn 17. nóvember. Strákarnir í Víkingi mættu vel stemmdir og unni báða leiki sína með góðum mun, skorðu sex mörk gegn Elliða og fengu á sig tvö. Þeir skorðu einnig sex mörk gegn Kríu og fengu á sig eitt. Það var svo Elliði sem vann Kríuna í síðasta leik riðilsins og endaði sá leikur 6 – 3.  Seinni umferð riðilsins fer fram 8. desember í Fylkishöllinni í Reykjavík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir