Ljósm. úr safni/ jho.

Gestirnir höfðu sigur

Skagamenn máttu sætta sig við tap gegn Val B, þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á Akranesi. Leikurinn var hraður og mikið skorað, eins og svo oft áður í vetur í leikjum Skagamanna. Þegar lokaflautan gall höfðu gestirnir skorað skorað 116 stig gegn 97 stigum ÍA og höfðu því sigur.

Skagamenn hafa fjögur stig í níunda sæti deildarinnar eftir sjö leiki, tveimur stigum á eftir Reyni S og tveimur stigum á undan Stál-úlf, sem á þó leik til góða í sætinu fyrir neðan.

Næst leika Skagamenn á föstudaginn, 22. nóvember, þegar þeir mæta B-liði ÍR. Sá leikur fer einnig fram á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir