Blíða SH þegar hún steytti á skeri í október 2015. Báturinn sökk á Breiðafirði í gær. Ljósm. úr safni/ sá.

Mannbjörg á Breiðafirði

Mannbjörg varð þegar Blíða SH sökk norður af Langeyjum á Breiðafirði um hádegið í gær. Þrír voru um borð. Báturinn datt út úr tilkynningarskyldu stjórnsvöðvar Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og skömmu síðar barst frá honum neyðarskeyti. Þá sást einnig neyðarblys á lofti.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þegar í stað, sem og sjóbjörgunarsveitir. Skip og bátar í grenndinni voru sömuleiðis beðnir um að halda á vettvang.

Klukkan 12:08 hafði mönnunum þremur, sem voru komnir í björgunarbát, verið bjargað um borð í Leyni SH en Blíða var þá sokkin. „Samvinna björgunaraðila og skipa á svæðinu var til algjörrar fyrirmyndar en búið var að bjarga mönnunum um borð í fiskiskipið rúmum hálftíma eftir að neyðarkallið barst,“ segir á vef Landhelgisgæslunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir