
ÍA og Derby mætast í kvöld
Leikur 2. flokks karla hjá ÍA og Derby Country í Unglingadeild UEFA fer fram í kvöld, miðvikudaginn 6. nóvember. Leikið verður á Víkingsvelli í Reykjavík og mun dómarinn flauta leikinn á kl. 19:00. Um er að ræða fyrri leik ÍA í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Liðið vann sem kunnugt er sigur á Levadia Tallin frá Eistlandi, samanlagt 16-1, í fyrstu umferð keppninnar. Er það stærsti sigur í sögu Unglingadeildar UEFA og stærsti sigur íslensks félagsliðs í sögu Evrópukeppninnar.
Síðari viðureign ÍA og Derby County fer fram á Pride Park miðvikudaginn 27. nóvember næstkomandi.