Jón Páll tekur við þjálfun Víkings Ólafsvík

Jón Páll Pálmason hefur gert þriggja ára samning við Víking Ólafsvík um þjálfun meistaraflokks í Inkasso deild karla í knattspyrnu. Eins og kunnugt er hætti Ejup Purisevic þjálfun liðsins eftir tímabilið í sumar og hefur nú tekið við þjálfun Stjörnunnar í Garðabæ. Samhliða þjálfun meistaraflokks mun Jón Páll gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka hjá Umf. Víkingi/Reyni.

Jón Páll er 37 ára gamall Hafnfirðingur. Hann hefur undanfarin sex ár þjálfað í Noregi, fyrst hjá Klepp í norsku úrvalsdeild kvenna áður en hann tók við karlaliði Stord. Áður hafði Jón Páll einnig þjálfað karlalið Hattar í 2. deildinni og Fylki í Pepsi-deild kvenna. Þá hefur hann einnig mikla reynslu úr þjálfun yngri flokka.

Líkar þetta

Fleiri fréttir