Frá borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar. Ljósm. aðsend.

Borgaraleg ferming á Akranesi næsta vor

Síðustu ár hefur orðið töluverð fjölgun unglinga sem kjósa að fermast borgaralega en síðastliðið vor voru 545 fermdir á vegum Siðmenntar, er það aukning um 200 unglinga frá árinu 2016. Borgaraleg ferming er óháð trú og snýst undirbúningur fermingarinnar fyrst og fremst um að kenna ungmennunum gagnrýna hugsun og almenna siðfræði.

„Við erum með ellefu vikna námskeið yfir veturinn fyrir krakka á höfuðborgarsvæðinu en förum út á land með helgarnámskeið, tvær helgar á hverjum stað,“ segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri Borgararlegrar fermingar hjá Siðmennt í samtali við Skessuhorn.

Næsta vor verður borgaraleg ferming haldin á Akranesi í fjórða skipti. „Við miðum við að ná að lágmarki tíu krökkum á hverjum stað til að halda fræðslu í heimabyggð,“ segir Heiðrún og bætir því við að hægt sé að fá athöfn í heimabyggð séu að lágmarki 3-5 börn sem ætla að fermast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir