Snæfell hafði betur gegn Skallagrími á föstudaginn

Snæfell hafði betur gegn Skallagrími í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudaginn, en lokatölur urðu 73-69. Skallagrímur komst fljótlega í fyrsta leikhluta fimm stigum yfir en Snæfell var ekki lengi að jafna. Leikhlutinn var nokkuð jafn allan tímann en það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta sem Snæfell náði aðeins að breikka bilið milli liðana. Snæfell hélt forystunni út þriðja leikhluta og í lok leikhlutans var staðan 58-50. Skallagrímur náði aldrei að breyta stöðunni og Snæfell hélt forystu út leikinn.

Stigahæstur í liði Snæfells var Anders Gabriel P. Adersteg með 23 stig. Næstir voru Brandon Cataldo með 16 stig, Ísak Örn Baldursson með 13 stig, Pavel Kraljic með 7 stig, Aron Ingi Hinriksson með 6 stig og Benjamín Ómar Kristjánsson, Dawid Einar Karlsson, Viktor Brimir Ásmundarson og Guðni Sumarliðason með 2 stig hver. Í liði Skallagríms var Kristján Örn Ómarsson stigahæstur með 15 stig. Á eftir honum komu Isaiah Coddon með 13 stig, Kristófer Már Gíslason með 10 stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson með 10 stig, Davíð Guðmunsson með 9 stig, Marinó Þór Pálmason með með 5 stig, Arnar Smári Bjarnason og Ásbjörn Baldvinsson með 3 stig hvor og Almar Örn Björnsson með 1 stig.

Næst mætir Skallagrímur Vestra í Borgarnesi á fimmtudaginn, 24. október, en Snæfell heimsækir Hamar í Hveragerði föstudaginn 25. október.

Líkar þetta

Fleiri fréttir