Skallagrímur semur við bandarískan miðherja

Körfluknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bandaríska miðherjann Kenneth Simms. Kenneth mun því leika með liðinu í 1. deild karla í vetur, en hann er reynslumikill leikmaður með tíu ára feril sem atvinnumaður með félagsliðum um allan heim. Hann er 33 ára gamall og 206 cm á hæð. „Hann hefur m.a. leikið í Svíþjóð, Litháen, Belgíu, Kína, Frakklandi og Japan. Síðast lék hann í Þýskalandi og kemur þaðan í Borgarnes,“ segir á Facebooksíðu félagsins. „Ánægja er með komu þessa reynslumikla leikmanns í Skallagrím sem mun styrkja liðið verulega undir körfunni. Simms er mættur til landsins og verður kominn með leikheimild á næstu dögum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir