Sigurður Jónsson ráðinn afreksþjálfari ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur gert samning við Sigurð Jónsson um að taka að sér starf afreksþjálfara hjá KFÍA. Sigurður hefur verið lykilmaður í starfi félagsins undanfarin ár, sem aðstoðarþjálfari mfl. karla, þjálfari 2. flokks karla ásamt því að sinna öðrum verkefnum á vegum KFÍA. „Með starfi afreksþjálfara vill KFÍA leggja enn meiri áherslu á afreksþjálfun og enginn er betur til þess fallinn að skipuleggja það starf en Sigurður Jónsson. Markmið afreksþjálfara verður að móta knattspyrnumenn framtíðarinnar og tryggja endurnýjun á meðal uppaldra leikmanna. Þá er einnig hlutverk afreksþjálfara að vinna náið með öðrum þjálfurum félagsins sem og styrkja leikmannahópinn með ungum leikmönnum. Þá verður Sigurður áfram þjálfari 2. flokks karla í samstarfi við Elinberg Sveinsson,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir