Ungur piltur kynnir sér rafiðngreinar hjá Eiríki Guðmundssyni. Ljósm. arg.

Líf og fjör á Tæknimessu í FVA

Síðastliðinn fimmtudag fór Tæknimessa fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hana sóttu nemendur elsta stigs grunnskólanna á Vesturlandi, nemendur 8.-10. bekkja, alls um 750 manna hópur ásamt kennurum. Nokkur fyrirtæki voru að auki og kynntu starfsemi sína og allar iðnbrautir í FVA voru með kynningar sem og afreksbraut skólans. Þá voru eldsmiðir fyrir utan skólann og sýndu og sögðu frá sínu handverki.

Á Tæknimessu er markmiðið að kynna námsframboð á Vesturlandi á sviði iðngreina fyrir nemendum sem nú eru farnir að huga að því hvað þeir vilja læra að grunnskóla loknum. Þá eru einnig kynnt atvinnutækifæri hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum. Fjöldi fyrirtækja voru með kynningarbása þar sem nemendum bauðst að spyrja, skoða eða jafnvel að prófa það sem fyrirtækin höfðu upp á að bjóða. Mikið líf og fjör var í skólanum þennan dag og prýðileg stemning þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn um morguninn.

Fleiri myndir frá Tæknimessu er að finna í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir