Hér er Jón Ingi Ólafsson að stýra hrútauppboði á hrútasýningu á Haustfagnaði á síðasta ári. Ljósm. úr safni/ sla.

Haustfagnaður í Dölum framundan

Árlegur haustfagnaður Félags Sauðfjárbænda í Dalasýslu fer fram helgina 25. til 27. október næstkomandi. Um er að ræða uppskeruhátíð sauðfjárbænda í Dölum.

Nokkur breyting verður á hátíðinni í ár þar sem ákveðið var að hvíla Íslandsmeistaramótið í rúningi en þess í stað verður meiri áhersla lögð á hrútasýningarnar. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að stjórnin tók þá ákvörðun að gera breytingu á hátíðinni.  Í fyrsta lagi fylgir þessum undirbúningi mikið álag.  Í öðru lagi fannst okkur Íslandsmeistaramótið í rúningi vera orðið heldur staðnað hjá okkur og að sumra mati ekki nógu áhorfendavænt en félagið vinnur að því að finna þessari keppni annan farveg og hvort hann verður hér eða einhvers staðar annars staðar á landinu verður tíminn að leiða í ljós. Þar sem dagskráin sem fram fór í Reiðhöllinni í Búðardal var ekki að skila félaginu neinu nema kostnaði ákváðum við að létta aðeins álagið á okkur og sleppa öllu þar í ár,“ segir Anna Berglind Halldórsdóttir í Magnússkógum, formaður Félags Sauðfjárbænda í Dalasýslu, í samtali við Skessuhorn.

 

Gera hútasýningum hærra undir höfði

Hátíðin hefst á föstudagskvöldinu klukkan sex með hrútasýningu í Suðurhólfinu. „Sú sýning verður haldin á Stóra-Vatnshorni í Haukadal í ár og við ætlum að bjóða fyrirtækjum sem selja landbúnaðartengdar vörur að koma og hitta bændur og kynna fyrir þeim það sem þeir eru að bjóða uppá. Þetta er ekki hugsað sem vélasýning heldur meira bara sem tækifæri til að koma og spjalla, dreifa bæklingum og jafnvel bjóða upp á einhver tilboð. Hugmyndin er nefnilega að hrútasýningin verði aðeins meiri viðburður en áður,“ segir Anna.

Laugardagurinn byrjar svo á hrúasýningu í Norðurhólfinu á Breiðabólsstað á Fellsströnd og hefst hún klukkan ellefu. „Þar ætlum við að bjóða upp á markað, eins og áður hefur verið í reiðhöllinni.  Á markaðinum getur fólk sem er að framleiða og skapa vörur komið og selt sinn varning. Við hugsum dagskránna þar meira fyrir handverk og matvöru heldur en vélasýningu,“ útskýrir Anna.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir