Akranesmeistarar í sundi og þeir sundmenn sem áttu stigahæstu sundin að þessu sinni. Ljósm. Sundfélag Akraness.

Vel heppnað Akranesmeistaramót í sundi

Akranesmeistaramótið í sundi var haldið í Jaðarsbakkalaug miðvikudaginn 10. október síðastliðinn. Mótið var mjög vel heppnað, að því er fram kemur á Facebook-síðu Sundfélags Akraness. Alls tóku 28 sundmenn þátt, 11 ára og eldri, auk þess sem fjölmargir gestir lögðu leið sína á bakkann og hvöttu sundmennina áfram.

Úrslit urðu þau að Akranesmeistarar í flokki 11-12 ára eru Víkingur Geirdal Birnuson og Íris Arna Ingvarsdóttir. Einar Margeir Ágústsson og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir fögnuðu sigri í flokki 13-14 ára og í Akranesmeistarar 15 ára og eldri eru þau Brynhildur Traustadóttir og Atli Vikar Ingimundarson.

Stigahæstu sundin áttu þau Enrique Snær Llorens fyrir 200 m skriðsund og Brynhildur Traustadóttir, einnig fyrir 200 m skriðsund.

Líkar þetta

Fleiri fréttir