Vladimir Ivankovic. Ljósm. úr safni/ sá.

Vladimir rekinn frá Snæfelli

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur ákveðið að rifta samningi sínum við körfuknattleiksþjálfarann Vladimir Ivankovic, sem þjálfað hefur karlalið Snæfells frá því haustið 2018.

Baldur Þorleifsson og Jón Þór Eyþórsson hafa tekið tímabundið við þjálfun liðsins, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Snæfells.

Vladimir tók við karlaliði Snæfells fyrir keppnistímabilið 2018-2019. Ungt lið Snæfells vann tvo leiki en tapaði 19 og hafnaði í 7. sæti 1. deildar í fyrra, en liðið lék stóran hluta tímabils án erlends leikmanns. Auk þess að þjálfa karlana var Vladimir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Snæfells síðasta vetur.

Snæfell hefur leikið einn leik í 1. deild karla þennan veturinn, gegn Vestra síðasta föstudag. Lauk honum með 64-114 tapi á heimavelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir