Aðalsteinn Jósepsson, spilandi þjálfari Grundfirðinga, ræðir við sína menn í leikhléi. Ljósm. úr safni/tfk.

„Erum allir á seinni hlutanum á ferlinum“

Grundfirðingar hefja leik í 3. deild karla í körfuknattleik næstkomandi laugardag, 12. október, þegar þeir mæta B-liði Skallagríms á heimavelli. Aðalsteinn Jósepsson, Steini Jobba, er spilandi þjálfari liðs Grundfirðinga eins og á síðasta ári. Aðspurður segir hann að stemningin í liðinu gæti verið betri núna í vikunni fyrir mót. „Það hafa verið mikil forföll á æfingum þannig að við höfum ekki náð að æfa neitt almennilega. Eins og einhver sagði þá ætlum við bara að æfa okkur í leikjunum,“ segir Steini, en hljómar þó ekkert sérstaklega áhyggjufullur. „Við erum allir á seinni hlutanum á ferlinum, það er óhætt að segja það,“ segir hann og hlær við. „Reyndar fengum við Rúnar á Kverná aftur til liðs við okkur og Sæþór Sumarliðason á venslasamingi frá Snæfelli, en misstum Guðna Sumarliðason. Þannig að þriggja stiga skotunum kemur kannski til með að fækka í vetur, en á móti bætum við við okkur stórum manni í Rúnari, sem vill spila inni í teignum og er í góðu formi,“ segir hann.

Nánar er rætt við Steina Jobba í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir