Vladimir Ivankovic á hliðarlínunni hjá Snæfelli síðasta vetur. Ljósm. sá.

„Aðalmarkmiðið að búa til góða leikmenn“

– segir Vladimir Ivankovic, þjálfari karlaliðs Snæfells

 

„Ég held að við verðum betri en á síðasta ári. Við höfum bætt okkur á stöðum þar sem við vorum í vandræðum í fyrra, eins og undir körfunni, fengum leikmenn til að leysa þær stöður. Að því sögðu erum við ennþá með mjög ungt lið. Strákarnir í stöðum eitt til þrjú eru að meðaltali 17 ára gamlir. Við förum eins langt í vetur og ungir og efnilegir leikmenn geta borið okkur,“ segir Vladimir Ivankovic, þjálfari karlaliðs Snæfells í 1. deild karla, í samtali við Skessuhorn.

„Liðið er efnilegt, en strákarnir eru ungir og eiga eftir að mæta reynslumiklum og góðum leikmönnum í vetur. Strákarnir okkar tóku miklum framförum í fyrra og ef þeir halda áfram að bæta sig þá verðum við með gott lið,“ bætir hann við.

Snæfell hefur leik í 1. deild karla á föstudaginn þegar liðið mætir Vestra í Stykkishólmi. Nánar er rætt við Vladimir í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir