Kíkið á umfjöllun um körfuna og aðrar íþróttir í Skessuhorni sem kom út í dag.

Karfan að byrja

Fimm Vesturlandslið hefja leik í Íslandsmótinu í körfuknattleik í þessari viku; kvennalið Skallagríms og Snæfells leika sinn fyrsta leik í Domino‘s deildinni í kvöld, karlalið Skallagríms og Snæfells hefja leik í 1. deild á föstudaginn og þá hóf ÍA leik í 2. deild karla síðastliðinn sunnudag. Rætt er við forsvarsmenn þessara liða í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag. Af máli þeirra að dæma er alls staðar mikil eftirvænting fyrir komandi vetri í körfunni þó áherslurnar og markmiðin séu ólík eftir liðum.

Auk þessara liða senda Grundfirðingar lið til keppni í 3. deild karla í vetur. Þeir hefja hins vegar ekki leik fyrr en um þarnæstu helgi. Rætt verður við forsvarsmenn Grundarfjarðarliðsins í Skessuhorni í næstu viku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir