Lið UMFG fyrir leik. Ljósm. tfk.

Tímabilið hafið hjá blakliði Grundarfjarðar

Meistaraflokkur kvenna í blaki í Grundarfirði hóf tímabilið með heimaleik fimmtudaginn 26. september síðastliðinn. Liðið vann sér þátttökurétt í næstefstu deild eftir góðan árangur í annarri deildinni í fyrra. UMFG tók á móti b-liði Aftureldingar í sínum fyrsta leik og fyrsta hrinan var jöfn og spennandi. Liðin skiptust á að taka forystu í hrinunni en að endingu fór svo að Afturelding vann hrinuna 25-20. Eitthvað virtist þetta hafa slegið heimamenn útaf laginu því gestirnir unnu aðra hrinu 25-14 og voru því komnar í 2-0 og með vænlega stöðu. Þriðja hrinan var jafnari en fór svo að lokum að gestirnir kláruðu hana 25-19 og unnu því leikinn 3-0 og fóru með öll stigin suður. Næsti leikur UMFG verður laugardaginn 5. október í íþróttahúsi Grundarfjarðar á móti liði Vestra frá Ísafirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir