Charlotte Thomas-Rowe, nýr erlendur leikmaður Skallagríms, er hér hvítklædd í baráttu um boltann.

Breskur leikmaður og þrjár ungar í Skallagrím

Breska körfuknattleikskonan Charlotte Thomas-Rowe mun leika með Skallagrími í Domino‘s deildinni á komandi vetri. Charlotte er 24 ára að aldri og leikur stöðu bakvarðar. Hún lék með Skólaliði Grande Prairie Regional Collage í Alberta fylki í Kanada árið 2016 og hefur síðan þá leikið með félagsliðum bæði á Ítalíu og í Danmörku. Síðasta keppnistímabil lék hún með liði Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni.

Samið við þrjár ungar

Þá hefur Körfuknattleiksdeild Skallagríms einnig samið við þær Ingu Rósu Jónsdóttur, Lisbeth Ingu Kristófersdóttur og Heiði Karlsdóttur.

Inga Rósa er 18 ára gömul og uppalin hjá Skallagrími. Hún lék með Snæfelli veturinn 2017-2018 en tók sér hlé frá körfuknattleik síðasta vetur. Hún snýr nú aftur heim í Borgarnes og tekur slaginn með Skallagrími í Domino‘s deildinni. Inga Rósa leikur stöðu bakvarðar.

Lisbeth og Heiður eru báðar 14 ára að aldri og koma úr uppsveitum Borgarfjarðar. Þær hafa æft með Umf. Reykdæla undanfarin ár og leikið með sameiginlegum liðum Skallagríms og Reykdæla í yngri flokkunum, auk þess að hafa æft með meistaraflokki Skallagríms síðasta vetur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira