Árni Snær Ólafsson spyrnir frá markinu í leik með ÍA í sumar. Ljósm. gbh.

Árni Snær áfram hjá ÍA

Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, hefur endurnýjað samning sinn við liðið til tveggja ára. Mun hann því leika með Skagamönnum út keppnistímabilið 2021.

Árni Snær er fæddur árið 1991 og á að baki 150 leiki með meistaraflokki ÍA í deild og bikar. Hann hefur leikið veigamikið hlutverk í liði ÍA um langa hríð og verið fyrirliði liðsins undanfarin tvö sumur. Árni á auk þess að baki þrjá leiki með U21 árs landsliði Íslands og tvo leiki með U19 ára landsliðinu.

Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, lýsir yfir mikilli ánægju með að samið hafi verið við Árna Snæ að nýju. „Árni Snær hefur veirð lykilmaður í liði ÍA síðast áratug og alltaf staðið fyrir sínu. Það er því gríðarlegt fagnaðarefni að hann skuli hafa framlengt samning sinn við félagið,“ segir Sigurður Þór.

Líkar þetta

Fleiri fréttir