Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik með Skallagrími síðasta vetur. Ljósm. úr safni.

Sigrún Sjöfn áfram með Skallagrími

Körfuknattleikskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur endurnýjað samning sinn við Skallagrím. Mun hún því leika með liði Borgnesinga í Domino‘s deild kvenna á komandi vetri.

Sigrún er þrítug að aldri, fyrirliði Skallagríms og reynslumesti leikmaður liðsins, en hún á að baki á þriðja hundrað leikja í efstu deild. Á sínum ferli hefur hún hampað bæði Íslands- og bikarmeistaratitlum. Hún hefur leikið með Skallagrími, Haukum, KR, Hamri og Grindavík á sínum meistaraflokksferli sem og franska liðinu Olimpique Sannois og Norrköping Dolphins í Svíþjóð. Þá á hún að baki 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. „Sigrún er reynslumesti leikmaður liðsins og fyrirliði og því dýrmætt að Skallagrímur njóti krafta hennar áfram,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Skallagríms.

Líkar þetta

Fleiri fréttir