Alexandrea Rán Guðnýjardóttir vann til silfurverðlauna á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum um helgina.

Sótti silfur á Norðurlandamót

Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir vann til silfurverðlauna á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Videbæk í Danmörku um helgina.

Alexandrea Rán keppti í klassískri bekkpressu í -57 kg flokki. Hún jafnaði Íslandsmet sitt í fyrstu tilraun þegar hún lyfti 77,5 kg. Hún átti tvær ágætar tilraunir til viðbótar með 82,5 kg en báðar lyftur voru dæmdar ógildar vegna tæknimistaka.

Líkar þetta

Fleiri fréttir