Íslandsmeistaramót í klifri um helgina

Klifurnefnd ÍSÍ, í samstarfi við Klifurfélag ÍA og Smiðjuloftið, halda Íslandsmeistarmót í línuklifri fyrir alla aldursflokka nú um helgina. Mótið verður haldið á Smiðjuloftinu á Smiðjuvöllum 17. Dagskráin hefst 13.00 á laugardaginn með keppni í yngstu flokkum (12-13 ára) og stendur fram eftir degi þar til fullorðinsflokkar hafa lokið sér af. Rúmlega 50 klifrarar hafa skráð sig til þátttöku og við getum lofað flottum tilþrifum frá okkar fólki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir