
Dönsk landsliðskona í Skallagrím
Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við dönsku landsliðskonuna Emilie Hesseldal. Mun hún leika með liði Borgnesinga í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð.
Emilie er 28 ára gömul, 186 cm á hæð og leikur stöðu framherja. Hefur hún leikið með félagsliðum í heimalandinu Danmörku og í Portúgal við góðan orðstír, að því er fram kemur á Facebook-síðu kkd. Skallagríms. Áður lék hún um þriggja ára skeið með liði Colorado State háskólans í bandaríska háskólaboltanum.