Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði bæði mörkin í síðasta leik Skagamanna í 2. flokki og er markakónur sumarsins. Ljósm. Skessuhorn/mm

Annar flokkur ÍA búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn

Strákarnir í 2. flokki karla hjá ÍA eru þegar búnir að verja Íslandsmeistaratitil í fótbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu eftir af mótinu. Það varð ljóst eftir jafnteflisleik á mánudaginn við Fylki í Árbæ; 2-2. Þetta er jafnframt í tíunda skipti sem félagið sigrar í 2. flokki karla. Í lokaleiknum gerði Sigurður Hrannar Þorsteinsson bæði mörk Skagamanna. Hann er markakónur mótsins, hefur sett tuttugu mörk í sumar, fimm fleiri en sá næstmarkahæsti. Á sama tíma tapaði Breiðablik leik gegn Víkingi R svo ÍA er átta stigum á undan Blikum þegar tveimur umferðum er ólokið af Íslandsmótinu. Hjá liðinu er nú eftir að spila í undanúrslitum bikarkeppninnar. B lið 2. flokks er einnig í góðri stöðu í sínum riðli um að verða Íslandsmeistari í keppni B-liða. Þá eru Evrópuleikir eftir hjá 2. flokki gegn Tallin í Eistlandi 2. og 23. október. Þjálfarar 2. flokks hjá ÍA eru þeir Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir