Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

Káramenn nánast öruggir

Káramenn eru nánast alveg öruggir með sæti sitt í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið vann góðan 1-3 útisigur á KFG á föstudag.

Andri Júlíusson kom Káramönnum yfir strax á 4. mínútu leiksins en Pétur Árni Hauksson jafnaði fyrir heimamenn á 18. mínútu og staðan var jöfn í hálfleik, 1-1.

Snemma í síðari hálfleik skoraði Árni Þór Árnason og kom Káramönnum yfir. Það var síðan fyrirliðinn Andri Júlíusson sem innsiglaði sigur Kára á 79. mínútu leiksins. Lokatölur 1-3.

Úrslit leiksins gera það að verkum að Káramenn eru nánast búnir að tryggja sæti sitt í 2. deild karla í knattspyrnu að ári. Þeir hafa 24 stig í 9. sæti, jafn mörg og Fjarðabyggð í sætinu fyrir ofan og Völsungur í sætinu fyrir neðan.

Kári hefur heldur betur snúið við taflinu eftir erfitt gengi framan af móti. Liðið hefur fengið 13 stig úr síðustu sex leikjum er núna níu stigum á undan KFG, sem situr í fallsæti, þegar þrír leikir eru eftir í mótinu. Enn fremur hefur Kári betri markatölu sem nemur 14 mörkum. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Kári haldi sæti sínu í deildinni. Næsti leikur Kára er heimaleikur gegn Leikni F., sem leikinn verður í Akraneshöllinni sunnudaginn 8. september næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira