Valdís flaug áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, flaug áfram á annað stig úrtökumótanna fyrir LPGA-mótaröðina í golfi, þá sterkustu í heimi.

Valdís lauk leik á fyrsta stigi úrtökumótanna í Kaliforníu um helgina. Hún endaði á einu höggi undir pari samanlagt á fjórum hringum og endaði í 21. sæti ásamt fleiri kylfingum.

Alls komust 95 kylfingar áfram eftir fyrsta stig mótsins, en annað stig úrtökumótsins fer fram í október. Þaðan fer hluti kylfinga áfram á þriðja og síðasta stigið og freistar þess að komast inn á LPGA mótaröðina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir