Ljósm. úr safni/ Knattspyrnufélag Kára.

Mikilvægur sigur Kára

Kári vann fyrsta útisigur sinn í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði Dalvík/Reyni með þremur mörkum gegn einu á á sunnudag.

Andri Júlíusson skoraði fyrsta mark Kára úr vítaspyrnu á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Hann bætti öðru marki við á 55 mínútu en heimamenn fengu síðan vítaspyrnu á 73. mínútu leiksins. Sveinn Margeir Hauksson fór á punktinn og minnkaði muninn fyrir Dalvík/Reyni. Þriðja vítaspyrna leiksins var síðan dæmd á 84. mínútu og þá á heimamenn. Andri tók spyrnuna og skoraði þriðja mark sitt í leiknum og innsiglaði 1-3 sigur Kára.

Með sigrinum krækti Kári í mikilvæg stig í botnbaráttu 2. deildarinnar. Liðið situr í 10. sæti með 21 stig eftir 18 umferðir og er komið með sex stiga forskot á KFG í sætinu fyrir neðan, sem jafnframt er fallsæti. Þessi tvö lið mætast í Garðabæ í næstu umferð deildarinnar föstudaginn 30. ágúst næstkomandi. Með sigri í þeim leik myndu Káramenn svo gott sem tryggja sæti sitt í 2. deildinni að ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir