Fór fyrsta hringinn á pari

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hóf leik á úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina í golfi í gær. Leikið er í Kaliforníu í Bandaríkjunum, en um er að ræða fyrsta stig af úrtökumótanna af þremur.

Valdís fór fyrsta hringinn á pari vallarins, 72 höggum. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og tólf pör á hringnum. Leiknir verða fjórir hringir í mótinu og skorið niður eftir þrjá. Efstu 60 kylfingarnir leika á 2. stigi úrtökumótsins í október. 15-25 efstu á því móti fara síðan á lokaúrtökumót þar sem 45 kylfingar munu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á LPGA mótaröðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir