Erla Karlsdóttir frá Innri-Fagradal og Sigríður Björg Guðmundsdóttir úr Búðardal komu við á grænmetismarkaðnum. Ljósm. ig.

Ólafsdalshátíð haldin í tólfta sinn

Nokkur fjöldi gesta sótti Ólafsdal í Dölum heim síðastliðinn laugardag þegar árleg hátíð Ólafsdalsfélagsins var haldin í tólfta sinn. Veðurguðirnir voru ekki að sýna sínar bestu hliðar á Vesturlandi um helgina þannig að aðlaga þurfti framkvæmd og skipulag hátíðarinnar í samræmi við það.

Áður en formleg dagskrá hófst var boðið upp á gönguferð að víkingaaldarskálanum innarlega í dalnum þar sem fornleifafræðingar á vegum Fornleifastofnunar Íslands voru að störfum fyrr í sumar, í samstarfi við Minjavernd. Var gangan undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings sem sagði frá ýmsum minjum á leiðinni ásamt því nýjasta varðandi uppgröftinn.

Dagskráin hófst síðan á ávarpi Kristjáns Sturlusonar, sveitarstjóra Dalabyggðar og að því loknu flutti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðrerra, erindi. Bergsveinn Birgisson rithöfundur sagði frá og las upp úr bók sinni „Lifandilífslækur“. Soffía Björg Óðinsdóttir söng nokkur lög og einnig þöndu meðlimir Drengjakórs íslenska lýðveldisins raddböndin. Í lok formlegrar dagskrár fór húllatrúðurinn Sól frá Sirkus Íslandi á kostum og skemmti börnum á öllum aldri. Kynnir hátíðarinnar var Jóhann Alfreð Kristinsson sem kitlaði hláturtaugar gesta með glensi og gríni á milli atriða.

 

Fleiri myndi frá Ólafsdalshátíðinni má sjá í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Verma botnsætið

Snæfellingar biðu lægri hlut gegn Sindra, 88-73, þegar liðin mættust í 1. deildkarla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á... Lesa meira