Tap hjá Skallagrími

Skallagrímur tapaði gegn KH í 16. umferð þriðju deildar karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Valsvelli í Reykjavík síðasta föstudag. Borgarnesliðið hefur átt erfitt tímabil til þessa og úrslit umferðarinnar því á pari við árangur liðsins í sumar.

Einu mörk leiksins komu ekki fyrr en í síðari hálfleik. Mías Ólafarson skoraði þau bæði á þriggja mínútna millibili. Fyrsta markið kom á 68. mínútu og það síðara á 71. mínútu. Ekki náðu Borgnesingar að svara fyrir sig og KH sigur staðreynd þegar leikurinn var flautaður af. Eftir 16 umferðir verma Skallagrímsmenn botnsætið með einungis sex stig eða heilum sjö stigum minna en KH sem eru í næstneðsta sæti.

Í næstu umferð spila þeir gulklæddu gegn Sindra frá Höfn. Leikið verður í Borgarnesi á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 14:00.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir