Drífa og Erla eftir sigurinn á HM. Ljósm. Badmintonsamband Íslands.

Heimsmeistarar í badminton

Drífa Harðardóttir úr Badmintonfélagi Akraness ásamt Erlu Björg Hafsteinsdóttur úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar keppti fyrir Íslands hönd og stóðu uppi sem sigurvegarar á heimsmeistaramóti 40 ára og eldri í tvíliðaleik kvenna í badminton. Þær stöllur sigruðu Helenu Abusdal frá Noregi og Kötju Wengberg frá Svíþjóð í úrslitaeinvíginu sem fram fór á sunnudaginn. Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna 24-22 eftir mjög spennandi leik og unnu svo seinni lotuna mjög sannfærandi 21-10. Mótið fór fram í Póllandi dagana 4.-11. ágúst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir