Alexandrea Rán bætti eigið Íslandsmet

Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir gerði sér lítið fyrir og sló eigið Íslandsmet þegar hún keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í klassískum bekk lyftinga sem haldið var í Lúxemborg á föstudag. Alexandrea Rán bætti eigið met um 2,5 kíló og er því nýja Íslandsmetið hennar í bekkpressu 77,5 kíló. „Þetta var undir því sem ég ætlaði mér,“ segir Alexandrea um árangurinn sinn á mótinu. „Ég var mjög óánægð með hvernig var rétt á mig og það kostaði mig eina lyftu. En það er mót eftir þetta mót og Íslandsmet er alltaf Íslandsmet,“ bætir hún við kímin.

Frá áramótum hefur Alexandrea bætt lyftuna sína um 15 kíló en sjálf vegur hún 56 kíló. Borgnesingurinn flaug aftur heim til Íslands strax eftir mót og nýtti það sem eftir var af helginni til slökunar en strax á mánudag hófst undirbúningur fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Danmörku dagana 13.-14. september.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

75 smit í gær

Alls greindust 75 ný innanlandssmit kórónuveirunnar í gær, skv. uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim voru 28 utan sóttkvíar við... Lesa meira

Endurnýja búningsklefa

Tilboð voru opnuð í endurnýjun búningsklefa íþróttahússins á Jaðarsbökkum á Akranesi 13. október síðastliðinn. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á rúmar... Lesa meira