Skráning hafin í Hreppslaugarhlaupið

Hið árlega Hreppslaugarhlaup verður fimmtudaginn 15. ágúst. Hlaupið hefst kl. 18:00 við Hreppslaug í Skorradal. Að hlaupi loknu er boðið í sund í hina gömlu og margrómuðu Hreppslaug. Nánari upplýsingar og skráning er á hlaup.is

Vegalengdir í hlaupinu verða 14,2 km, 7 km og 3 km með tímatöku. Drykkjarstöð verður í lengra hlaupinu. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í eftirfarandi aldursflokkum: 18 ára og yngri, 19-39 ára og 40 ára og eldri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir