Sigursteinn Sigurðsson, einn af stofnendum og skipuleggjendum Plan-B. Ljósm. glh.

Listahátíðin Plan-B hefst í dag í Borgarnesi

Plan-B Art Festival verður haldið í þriðja sinn í Borgarnesi nú um helgina, dagana 9.-11. ágúst. Listahátíðinni var þó þjófstartað í gær, en þá hélt Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir erindi í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem hún útskýrði samtímalist og hvers vegna erfitt getur reynst að skilja hana. Inga Björk er einn af stofnendum og skipuleggjendum hátíðarinnar. Hún, ásamt Sigursteini Sigurðssyni, Báru Dís Guðjónsdóttur, Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur og Loga Bjarnasyni, hefur frá byrjun árs hægt og rólega verið að setja saman dagskrá hátíðarinnar sem nú er hafin.

Nokkrir sýningarstaðir       

Sýningarstaðirnir eru dreifðir um Borgarnes í ár. Eins og fyrr segir verður aðalsýningarrýmið í húsnæði Arion Banka og hefst viðburðurinn formlega klukkan 18 í kvöld. Á morgun laugardag verður gjörningakvöld sem fram fer í gamla fjósinu í Einarsnesi kl. 20, en þar er sýningarrýmið Space of Milk sem Sigríður Þóra Óðinsdóttir rekur, og er gjörningakvöld hátíðarinnar ávallt vel sótt að sögn Sigursteins Sigurðssonar. „Í fyrra voru um 150 manns sem mættu og það var geggjuð stemning sem myndaðist í gamla fjósinu. Þetta er í rauninni algjör yfirtaka af listamönnum á rýminu sem sýna listir sínar og gjörning í einn og hálfan til tvo tíma. Þetta er alveg dásamlega stund,“ sagði Sigursteinn í samtali við Skessuhorn.

Ókeypis er inn á allar sýningar Plan-B art Festival.

Líkar þetta

Fleiri fréttir