Inga Björk heldur erindi um samtímalist á Plan-B Art Festival í Borgarnesi.

Flytur erindi um samtímalist

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir mun halda fyrirlestur í Safnahúsi Borgarfjarðar fannað kvöld, immtudaginn 8. ágúst. Heiti erindsins er; Hvað er samtímalist og hvers vegna er svona erfitt að skilja hana? Fyrirlesturinn er upptaktur að Plan-B Art Festival sem fer fram í Borgarnesi dagana 9.-11. ágúst en lesa má ítarlega um dagskrá hátíðarinnar í blaðinu.

Inga Björk er sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri og er um þessar mundir að ljúka meistaranámi í listfræði við Háskóla Íslands. Í fyrirlestri sínum í Safnahúsi fer hún á léttu nótunum yfir hvað samtímalist er og hvers vegna erfitt getur reynst að skilja hana.

Sjálf sleit Inga Björk barnsskóna í Borgarnesi og er einn stofnenda listahátíðarinnar Plan-B Art Festival sem þar hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2016. Hátíðin hefur vakið mikla athygli og meðal annars komist á Eyrarrósarlistann, en þar eru verðlaunuð framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Fyrirlesturinn fer fram í Hallsteinssal í Safnahúsinu í Borgarnesi og hefst klukkan 19:30. Heitt verður á könnunni að fyrirlestri loknum og gestir hvattir til að staldra við, spjalla og eiga góða stund saman.

Líkar þetta

Fleiri fréttir