Guðmundur Ólafsson á Grund. Ljósm. kgk.

Guðmundur á Grund íbúi ársins

Greint var frá vali á íbúa ársins í Reykhólahreppi á hátíðinni Reykhóladögum sem haldin var um þarsíðustuhelgi. Íbúi ársins að þessu sinni er Guðmundur Ólafsson á Grund. Var hann tilnefndur fyrir greiðvikni sína og hjálpsemi, auk þess að hafa í áranna rás gegnt fjölda trúnaðarstarfa í samfélaginu, sem oddviti, slökkviliðsstjóri og fleira.

Fjölmargar tilnefningar bárust og því var ákveðið að þessu sinni að heiðra Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum sérstaklega líka. Nýverið gaf hann út bókina Á Eylenduslóðum, þar sem sagt er frá ýmsu sem tengist lífinu og tilverunni í Breiðafjarðareyjum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir