Óskar eftir konum til að taka þátt í gjörningi

Danshöfundurinn Anna Kolfinna er einn þeirra listamanna sem tekur þátt í listahátíðinni Plan-B sem haldin verður í Borgarnesi í næstu viku. Á hátíðinni stendur hún fyrir gjörningi í Borgarneskirkju föstudaginn 9. ágúst og leitar hún að konum á aldrinum 12 til 80 ára frá Borgarnesi og nágrenni til að taka þátt í honum. Gjörningurinn Önnu er hluti af röð gjörninga undir yfirskriftinni „Yfirtaka“, þar sem listakonan gerir tilraunir til að taka yfir rými með hjálp kvenna úr mismunandi áttum í samfélaginu. Sýningin í Borgarneskirkju verður þriðja yfirtakan, en um er að ræða verk sem er einfalt að uppbyggingu og hugsað sem nokkurs konar athöfn þar sem hópur kvenna á ólíkum aldri notar okur, samstöðu og raddbeitingu til að taka yfir rýmið.

Allar konur sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Önnu Kolfinnu í tölvupósti á annakolfinna@gmail.com. Fyrri sviðsreynsla er ekki skilyrði, né íslenskukunnátta. Tvær æfingar verða í kirkjunni dagana fyrir sýningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira